Gaurinn stöðvar þjófa


Garðablað Morgunblaðsins telur Gaurana “harða í horn að taka enda úr stáli.”

… Gaurinn fæst í fjórum mismunandi útgáfum sem allar eru úr stáli en Finnur er enginn nýgræðingur í slíkri smíði þar sem hann hefur átt ogstarfrækt járnsmíðaverkstæðið Suðu í Grundarfirði síðan árið 1999. Veggfestugaur er festur á húsvegg eða annan fastan vegg með múrboltum eða límboltum, allt eftir undirlagi, og er hann gerður úr heil-galvanhúðuðu stáli. Planfestu og fellifestugaurar eru hins vegar festir í steypt eða malbikað undirlag. Fellifestugaurinn er sveigjanlegur en hann er reistur upp fyrir notkun og lagður niður eftir þörfum sem er einfalt og fljótlegt. Hann skal festa á sama hátt og veggfestugaurinn og er einnig úr heil-galvanhúðuðu stáli. Steinfestugaurinn er innsteyptur í 75-80 kg stein sem er 40×40 cm að stærð og er hægt að sérpanta hann í ýmsum litum. Hann er einnig gerður úr heil-galvanhúðuðu stáli og fellur beint í form gangstéttarhellna og er hentugur þar sem erfitt er að festa aðrar gerðir af Gaurum. Loks fæst einnig jarðfesta fyrir Gaura sem festa má í jarðveg, til dæmis við sumarhús …

- Garðablað Morgunblaðsins 6.júní 2009

Mynd við frétt 6.júní 2009 - Garðablað Morgunblaðsins