Um Suðu

Finnur og JónaSuða ehf var stofnað árið 1999, en það á sér langa sögu því nafnið var fengið frá frumkvöðlum í íslenskri stálsmíði. Stofnendur voru þrír járniðnaðarmenn á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta verkefni var lagning stofnhitaveituæðar frá borholu að Stykkishólmi, alls 6 km. Starfsmannafjöldi var allt að tíu manns þegar mest var. Árið 2007 breyttist eignarhald og Suða ehf fluttist til Grundarfjarðar og er í dag rekið sem fjölskyldufyritæki í eigin húsnæði.

Suða ehf hefur starfað mikið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og orkufyrirtæki, svo sem í Svartsengi og á Nesjavöllum. Fyrirtækið hefur lagt hitaveitulagnir víða um land, m.a. Húsavík, Akureyri, Stykkishólmi, Borgarnesi, Hveragerði, Þorlákshöfn, Suðurnesjum og svo víða á höfuðborgarsvæðinu. Ennfremur hefur Suða ehf unnið að allri almennri stálvirkjagerð, má þar nefna stálgrindarhús, svalir, stigar, skipasmíði og skipaviðgerðir.

Eigendur Suðu ehf eru hjónin Finnur Hinriksson, ( finnur (a) suda.is ) sem er menntaður járniðnaðarmaður og Jónheiður Haralds, ( jona (a) suda.is ) sem er sjúkraliði og heilbrigðisritari að mennt. Hún starfar sem bókhaldsritari.