Uppsetning á Gaurnum

Planfestugaur og Fellifestugaur

  • Á Planfestugaur og Fellifestugaur er plattinn 12 x 12 cm og því hugsaður fyrir steypt undirlag.  Þessir Gaurar eru festir með múrboltum eða límboltum en það fer eftir undirlagi. Mælt er með að nota gengjulím þegar róin er skrúfuð föst svo ekki sé hægt að losa Gaurinn upp. Einnig má hnoða fyrir endann eftir að róin hefur verið fest.
  • Á Planfestugaur XL er plattinn 15 x 15 cm og því hugsaður fyrir veikara undirlag eins og t.d. malbik. Mælt er með að borað sé 20 mm gat x 200 mm á dýpt. Boltamúr er hrærður upp samkvæmt leiðbeiningum á poka og steypunni hellt í gatið. Síðan er múrbolta í hæfilegri lengd komið fyrir, Gaurinn settur yfir boltana en beðið með að herða að þar til steypa harðnar. Mælt er með að nota gengjulím þegar róin er skrúfuð föst, svo ekki sé hægt að losa Gaurinn upp. Einnig má hnoða fyrir endann eftir að róin hefur verið fest.

Athugið vel! Festingin á Fellifestugaurnum er veikust fyrir í þá átt sem hann leggst niður. Því verður að huga vel að því þegar hann er festur niður að hann snúi þannig að átakið lendi á massívu hliðunum.

Veggfestugaur

Hægt er að festa Veggfestugaur í steyptan vegg með múrboltum eða límboltum. Ef um timburvegg er að ræða verður að huga vel að burðarþoli. Passa þarf vel að festa Veggfestugaurinn þar sem burðarbiti er undir. Fest er með frönskum skrúfum eða með gegnum gangandi boltum. Mælt er með að nota gengjulím þegar róin er skrúfuð föst, svo ekki sé hægt að losa Gaurinn upp. Einnig má hnoða fyrir endann eftir að róin hefur verið fest.

Steinfestugaur

Ekki er þörf á að festa Steinfestugaurinn þar sem steinninn vegur um 75-80 kg.

Jarðfesta

Grafinn er 80 cm hola sem samsvarar lengd jarðfestunnar. Jarðfestunni er komið fyrir í holunni og þjappað vel að.

Athugið! Hægt er að kaupa uppsetningu á Gaurunum á Stór-Reykjavíkursvæðinu ásamt Suðurnesjunum og nágrenni.  Pöntun á uppsetningu er gengið frá í síma 615-1589.