Prílan

Þarftu að geta klofað yfir girðingar á einfaldan máta? Viltu vernda girðinguna fyrir ágangi ferða- og göngumanna?

Prílan er mjög auðveld í uppsetningu. Hægt er að hæða­­­­stilla hana þannig að þrepið sé alltaf lárétt. Best er að setja hana upp við staur til að fá stuðning meðan klofað er yfir girðinguna. Kíktu í myndagalleríið og sjáðu Príluna í notkun.

  • Þrep fyrir þá sem þurfa að komast auðveldlega yfir girðingar
  • Einföld í notkun – stillanleg