Mikill áhugi á hönnun Suðu


Fljúgandi ruslatunnur, þjófnaður á rándýrum reiðhjólum, kindur sem nota tröppur og veiðimenn sem skemma girðingar voru meðal þess sem gestir ræddu um í Suðu básnum á sýningunni “Heimurinn okkar” sam haldin var í Grundarfirði 20.mars síðastliðinn.

Á sýningunni sýndi Suða gestum og gangandi brot af þeim vörum sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða en þar mátti sjá öflugann hjólalás sem festir reiðhjólið tryggilega við steypt undirlag, nokkrar gerðir af ruslatunnufestingum, bryggjupolla, Príluna sem hjálpar gangandi yfir girðingar og fjölmargar útfærslur af Gaurnum.