Suða tekur þátt í sýningunni “Heimurinn okkar” í Grundarfirði


Suða ehf. sýnir Gaurinn, Príluna, hjólalásinn, ruslutunnufestingar og aðrar vörur á atvinnuvega- og samfélagssýningunni „Heimurinn okkar“ sem haldin er í Grundarfirði á morgun  laugardag (19. mars). Félag atvinnulífsins í Grundarfirði stendur fyrir sýningunni en hún verður haldin í Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Auk Suðu ehf. verða yfir 40 fyrirtæki og félagasamtök að kynna íslensk íslenskt hugvit og framleiðslu.

Kíkið á okkur milli kl.13:00 og 17:00 og kynnið ykkur þær lausnir sem Suða hefur upp á að bjóða. Hlökkum til að sjá ykkur!